13.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1234 í B-deild Alþingistíðinda. (1660)

26. mál, kennaraskóli

Flutningsmaður (Sigurður Sigurðsson):

Kenslutíminn styttist ekki, þó frumv. verði samþykt. Eins og nú er byrjar skólinn 1. oktbr. og er sagt upp 31. marz; — en eftir frumv. á hann að byrja 1. vetrardag og enda síðasta vetrardag. — Að öðru leyti gerði eg grein fyrir frumv. við 1. umr. og sé þess vegna ekki ástæðu til þess að taka það upp aftur. — Mál þetta er svo lítið — og eg skal taka það upp aftur, að það er eftir ósk nemenda og kennara og kenslumálastjórnin mælir með því. Vona eg því, að frv. þetta gangi hindrunarlaust í gegnum deildina. —