17.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1236 í B-deild Alþingistíðinda. (1666)

28. mál, útlent kvikfé

Jón Ólafsson:

Af því ákvæði þetta getur orðið til töluverðra óþæginda fyrir útlenda ferðamenn, vildi eg leyfa mér að skjóta því til háttv. flutnm. (S. S.), hvort ekki væri gerlegt, að hugsað væri um hæli handa slíkum hundum, þar sem þeir gætu verið í sóttkvíun, meðan ferðamennirnir dveldu hér, eða að minsta kosti komist undir ransókn um, hvort nokkuð væri við þá að athuga. (Sigurður Sigurðsson: Skal verða íhugað seinna).