05.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1248 í B-deild Alþingistíðinda. (1690)

46. mál, verslunarbækur

Flutningsmaður (Jón Ólafsson):

Frv. þetta höfðum við flutningsmenn þess samið löngu áður en þing kom saman, og tilgangur þess er, að fylla upp í eyðu, sem er í verzlunarlöggjöf landsins. Eg álít, að ef frumv. þetta yrði að lögum, að þá mundi það meðal annars styðja að því, að auka gjaldtraust verzlunarstéttarinnar hér á landi, því með frv. er henni gert að skyldu, að hafa reglulegt bókhald, auk þess sem ekki er auðið að setja ýmisleg lög og ákvæði, er miða til þess, að tryggja verzlunarrekstur, nema þessi lög séu gengin á undan. Eg vil að eins nefna lög um nauðungar-samninga um skuldgreiðslu (Tvangs-akkord), o. ýmisl. fleira.

Eg vil ekki fjölyrða meira um frv. við þessa umr., en legg það til, að því sé vísað til verzlunarmálanefndarinnar.