05.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1249 í B-deild Alþingistíðinda. (1691)

46. mál, verslunarbækur

Magnús Blöndahl:

Það gleður mig að sjá þetta frv. koma inn á þingið. Um daginn, þegar skipuð var nefnd til þess, að athuga verzlunarlöggjöf landsins, þá var þetta einmitt eitt af þeim atriðum, sem eg áleit nauðsynlegt að taka til athugunar.

Eg er einnig samdóma háttv. flutningsmanni (J. Ó.), að rétt sé, að vísa málinu til verzlunarnefndarinnar til þess, að það verði athugað, með fram vegna orðalags á stöku stað og ákvæða, sem nú eru í frumv. — Eg get ekki betur séð, en að sum ákvæði þess mundu verða lítt framkvæmanleg.

Skal eg svo ekki á þessu stigi málsins fjölyrða meira um frumv.