29.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1265 í B-deild Alþingistíðinda. (1723)

32. mál, friðun silungs

Framsögumaður (Pétur Jónsson):

Þegar í upphafi benti eg á ástæðuna. Eg hygg það muni vera svo í öllum vötnum, að riðastöðvarnar séu á litlu svæði; sá staður finst mér ætti að vera friðhelgur.

Einstakir menn hafa auðvitað hag af að veiða þar, en meiri hlutinn stórtjón. Þetta frumv. fer fram á, að fyrirbyggja það, að mjög fáir eða einstaklingurinn geti rýrt hag fjöldans. í fornöld var sagt, að laxinn ætti að ganga friðhelgur frá fjöru til fjalls. Þá var slegið fastri þeirri grundvallarreglu. En engin samskonar ákvæði hafa verið til friðhelgunar framtímgun silungsins. Þetta frumv. er spor í áttina, sem ekki má hefta.