24.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1309 í B-deild Alþingistíðinda. (1787)

41. mál, bankavaxtabréf

Framsögumaður (Bjarni Jónsson):

Þetta frumv. er frá peningamálanefndinni og er fram komið í því skyni, að rétta hag bankans, með því að heimila landsstjórninni að kaupa skuldabréf hans. Svo sem kunnugt er, er Schou bankastjóri nú erlendis og var honum falið að reyna að selja skuldabréf bankans. Þangað til í gær lutu allar fréttir að því, að hann hefði ekki getað selt bréfin. En þá fréttist, að hann hefði komið þeim út fyrir 97½. Ef sú frétt er rétt, er engin þörf á því að þetta frv. nái fram að ganga. En með því að eg hefi ekki haft tal af samnefndarmönnum mínum, vil eg beina þeirri ósk til forseta, að frumv. verði tekið út af dagskrá.