30.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1312 í B-deild Alþingistíðinda. (1791)

41. mál, bankavaxtabréf

Framsögumaður (Bjarni Jónsson):

Það eru afarmiklar líkur til að verðbréf þessi séu seld. Eitthvað hefir þó getað komið í veginn, þó ekkert skeyti hafi komið.

Ef það reynist rétt, að alt sé í góðu lagi, eins og ætla má að sé, þá er gott að stjórnin hafi heimild til að kaupa þriðja flokks bankavaxtabréf, enda er það uppástunga okkar. Eg vil minna á, að það getur komið sér vel að stjórnin hafi þessa heimild, ef bankinn ætlar að flana út í einhverja vitleysu og mun hún þá neyta þess réttar, ef þörf gerist.