30.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1312 í B-deild Alþingistíðinda. (1792)

41. mál, bankavaxtabréf

Jón Magnússon:

Ef að eins er um það að ræða að kaupa bankaskuldabréf, þá er frumv. alveg gagnslaust. Eg mæli því á móti þessari breyt.till. Eg álít beinlínis skaðlegt að fara lengra út í þær sakir, og búa til svo að segja óeðlilegan »kúrs«, enda er það í eðli sínu alveg rangt. Það getur naumast borið sig að ábyrgð sé lögð á slík bréf og eg hygg, að vel bankafróðum mönnum mundi sýnast það óráð.

Háttv. meiri hluti mun ekki hafa skilið mismuninn á þessu tvennu, bankaskuldabréfum og bankavaxtabréfum. Ef landssjóður hefði fé aflögu, væri þetta tiltækilegt, en nú er því svo varið, að hann skortir peninga og það mjög tilfinnanlega.

Eg get ekki skilið, að á nokkurn hátt sé hægt að verja slíka pólitík.