30.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1313 í B-deild Alþingistíðinda. (1793)

41. mál, bankavaxtabréf

Framsögumaður (Bjarni Jónsson):

Eg hygg, að það sé ofurhægt, ef bankinn þarf að senda þau á markaðinn, svo þau falli í verði, en það gerir hann auðvitað út úr peningavandræðum, að bjarga bréfunum, ef landssjóður eða stjórnin hefir heimild til þess og eg get ekki betur séð, en það sé gott og gagnlegt, að landið hlaupi undir bagga, þegar svo á stendur, þó slíkt sé reyndar ekki altítt í öðrum löndum. Eg er sannfærður um, að bráðnauðsynlegt er að sjá um, að verðbréfin séu ekki seld í stórfúlgum út úr bláberum vandræðum, bankanum og landinu í skaða, og til þess notar stjórnin lánstraust landssjóðs, ef hún fær heimildina.

Því er nú einu sinni svo varið, að landssjóði verður betur til, en bönkunum. Þessi vegur er til þess að ná takmarki sínu og það mun verða landinu til heilla.