01.05.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1322 í B-deild Alþingistíðinda. (1804)

41. mál, bankavaxtabréf

Ráðherrann (B. J.):

Það er auðsætt, að þingið má ekki skilja svo, að það hafi ekki gert nokkurn veginn öruggar ráðstafanir til þess, að bæta úr peningavandræðunum í landinu. — Verði þetta frumv. ekki samþykt, er landið statt í sömu neyð og áður. Þegar nú svo stendur á, að bankarnir skulda erlendis að samanlögðu 3—4 miljónir kr., þá er það öllum ljóst, að þörfin er mikil. Eg get ekki séð annað, en það væri hið mesta glapræði, að láta frumv. þetta falla.