08.05.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1325 í B-deild Alþingistíðinda. (1813)

41. mál, bankavaxtabréf

Framsögumaður (Bjarni Jónsson):

Mönnum er það í minni, að á öndverðu þingi var hér skipuð nefnd til þess að ráða fram úr peningavandræðunum hér á landi. Hefir sú nefnd ýmist verið kölluð peninganefnd eða vandræðanefnd. En þau tel eg vandræðin mest, að fátt hefir fram gengið af góðum tillögum hennar, því að kunnugt er það nú orðið, að Ed. feldi í gær frumv. um kaup á hlutabréfum Íslandsbanka, þá tillöguna, sem gróðavænlegust var, og landinu hagkvæmust af tillögum nefndarinnar. Hefi eg frétt að ein lifandi »verðlagsskrá« yfir gáfur og kunnáttu manna hafi hrakyrt nefndina fyrir starf hennar. En það var honum óþarft og ofraun, því að nefndin hefir starfað vel og samvizkusamlega að sínu verki.

En um þetta mál legg eg það til, að það verði samþykt óbreytt, svo að eitthvað bjargist af starfi nefndarinnar.