22.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1334 í B-deild Alþingistíðinda. (1822)

51. mál, stofnun landsbanka

Jón Magnússon:

Eg hafði hugsað mér að koma ekki inn á aðalefni málsins. En það var eitt atriði hjá hinum háttv. framsm. (M. Bl.), sem kom mér til að segja fáein orð. Hinn háttv. framsögumaður áleit að það væri óheppilegt, að þingið veldi bankastjórana. Eftir þeirri reynslu, sem hingað til hefir fengist, er ekki hægt annað að segja, en það hafi hepnast mjög vel, og ekki hægt annað að segja, en að þingið hafi farið mjög viturlega með vald sitt. Þar sem háttv. framsm. talaði um, að ekki mætti koma inn á einstök atriði við 1. umr., þá er það af því, að hann er ekki vanur þingsetu. Það liggur í augum uppi, að mörg mál eru svoleiðis vaxin, að ekki er hægt um þau að tala, nema að koma inn á einstök atriði, enda hefir slíkt alt af verið látið óátalið, að minsta kosti öll þau ár, sem eg hefi setið á þingi.