26.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1355 í B-deild Alþingistíðinda. (1840)

51. mál, stofnun landsbanka

Framsögumaður (Magnús Blöndahl):

Eg finn mér skylt að afsaka við háttv. deild, að eg svaraði nokkru fyrri ræðustúf háttv. 2. þm. Rangv. (E. J.), eg hafði þá ekki tekið eftir því — sem mér nú var bent á — að maður sá er þannig á sig kominn nú — sem oftar — að ekki er takandi mark á orðum hans.

Eg vildi því — hans sjálfs vegna — mega ráða honum til að fara af fundi og reyna að sofa góðan tíma, ef ske mætti, að hann losnaði við það ástand, er hann nú virðist þjást svo af. Aðra ráðleggingu vildi eg mega gefa þessum sama manni og hún er sú, að hann gæti sín betur framvegis og láti ekki sessunaut hans til vinstri handar hleypa honum svo upp, að hann verði sér til minkunar oftar en orðið er hér í þingsalnum.