05.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1357 í B-deild Alþingistíðinda. (1845)

43. mál, aðgreining holdsveikra

Pétur Jónsson:

Þetta frumv. var borið fram í Ed. og samþ. þar. Það er fram komið af því að nauðsynlegt þótti að skerpa hin gildandi lög, til þess að spítalinn yrði betur notaður en er. Hann hefir að undanförnu oftast verið notaður svo sem rúm hefir leyft, en nú eru þar svo fáir sjúklingar, að stofnunin hefir ekki nóg að gera, og sjúklingar þó til fullmargir. Það er vandamál að greiða úr þessu, en nauðsynlegt til þess að vinna fullkominn sigur á þessari hræðilegu sýki og hafa fult gagn af spítalanum. Stofnunin verður jafndýr að heita má, hvort sem fáir sjúklingar eru eða margir. — Þetta hefir komið til íhugunar í fjárlaganefnd og hefir verið borið fram í samráði við hana. Ef til vill væri þó ástæða til að athuga frumv. nánara, og skal eg því leyfa mér að stinga upp á 3 manna nefnd í málið að lokinni þessari umr.