05.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1366 í B-deild Alþingistíðinda. (1866)

50. mál, kirknafé

Jón Magnússon:

Hæstv. umboðsmaður ráðherrans hefir skýrt frá hvernig í frumv. þessu liggi. Og það er augljóst að ef það yrði að lögum, mundi það algerlega tvístra og eyðileggja hinn almenna kirkjusjóð. Mér finst ekki geta komið til mála að setja nefnd í málið, heldur ætti að fella það þegar í stað. Fer líka ekki að verða svo mikið eftir af tíma þingsins, að vert sé að eyða honum að óþörfu.