05.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1368 í B-deild Alþingistíðinda. (1871)

50. mál, kirknafé

Umboðsmaður ráðherrans (Klemens Jónsson):

Það er ekki rétt, að eg hafi mælt á móti nefnd í málið. Eg skýrði einungis málið, og sagði frá áliti biskups um það. Háttv. flutnm. tók það fram, að sér þætti undarlegt, að landstjórnin skyldi afhenda téð, þar sem svona á stæði, án þess að hafa tryggingu fyrir því, að það rynni í hinn almenna kirkjusjóð.

Þetta er rétt. Eg er sjálfur hissa á, að stjórnin skyldi gera þetta.

Viðvíkjandi fé Munkaþverárkirkju, þá hefi eg ekki sagt, að það væri í ótryggum sjóði, þar sem það væri í kaupfélagssjóði, eg ímynda mér þvert á móti, að það sé í tryggum sjóði, en eg sagði, að það væri ekki í réttum sjóði, hinum almenna kirkjusjóði, og því verður eigi hnekt.

Háttv. 1. þm. S.-Múl. (J. J.) fanst tilgangi kirkjusjóðsins misboðið, ef menn mættu ekki vaxta fé sitt hvar sem væri. Það finst mér ekki; úr því til er almennur kirkjusjóður, sem er skyldur að lána fé út til að bæta og byggja upp kirkjur, þá er það líka eðlilegt, að fé kirkna renni í þennan sjóð með þessum tilgangi. Auk þess eru þetta bein lög, svo allar ræður um þetta eru í rauninni óþarfar.