05.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1369 í B-deild Alþingistíðinda. (1872)

50. mál, kirknafé

Flutningsmaður (Stefán Stefánsson):

Háttv. umboðsmaður ráðh. (Kl. J.) vill ekki að málið komist fram á þessu þingi og lýsti yfir því, að ekki væri meiningin, að fé þetta hefði átt að leggjast í annan sjóð, en hinn almenna kirkjusjóð, en eins og eg hefi áður tekið fram er þetta mjög undarleg og óviðfeldin aðferð, ekki sízt þegar þess er gætt, að engin bending kom þá jafnframt í þá átt frá kirkjustjórninni, og féð verið átölulaust í sparisjóðnum nú um mörg undanfarin ár.