05.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1369 í B-deild Alþingistíðinda. (1873)

50. mál, kirknafé

Jón Magnússon:

Eg vil að eins taka það fram, að þótt hv. deild vildi eyða tíma til þess að skipa nefnd í þetta mál og ræða það, þá þykir mér ólíklegt, að gagn verði að því. Eg get varla trúað því, að hv. Ed. samþ. slíkt frv. sem þetta. Ef það yrði að lögum, hlyti það að þýða afnám hins almenna kirkjusjóðs. Það má ekki einblína á það, þótt einhverjir sjóðir kunni að gefa hærri vexti en kirkjusjóður gefur, því að þá eru það ekki eins tryggir sjóðir. Enn fremur gerir frv. ekki ráð fyrir neinu verulegu eftirliti með fénu, en það yrði þó að vera, og yrði þá dýrt að setja upp eftirlit um alt land. Að mínu áliti á þetta mál að falla við þessa umr., því að samþ. lög fyrir einstök tilfelli, er ekki ráðlegt, nema brýna nauðsyn beri til.