05.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1370 í B-deild Alþingistíðinda. (1874)

50. mál, kirknafé

Jón Ólafsson:

Það er ekki rétt hjá háttv. þm. Vestm. (J. M.) að frv. geri ekki ráð fyrir eftirliti.

Eg ætla þó ekki að tala um það, en víkja orðum mínum að umboðsmanni ráðh. (Kl. J.), er hann sagði, að það væri ósanngjarnt að taka fé þessara kirkna og setja það í kirkjusjóð, og heldur ekki ráðlegt að breyta lögunum. Af þessum ástæðum álít eg að þörf sé að setja nefnd í málið, til þess að athuga, hvort ekki mætti ráða fram úr því á heppilegan hátt. Eg mæli því með, að nefnd verði sett í málið.