07.05.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1377 í B-deild Alþingistíðinda. (1885)

50. mál, kirknafé

Flutningsmaður (Stefán Stefánsson):

Mér er ekki kunnugt, hvort mál þetta hefir verið til meðferðar í prestakallanefndinni, síðan það kom frá háttv. Ed., en eg hygg, að þar sem nefndin var því fylgjandi, í því formi, sem það var afgreitt hér áður frá deildinni, að þá muni hún vera það, ekki síður nú, þegar svo er mælt fyrir, að sjóður kirkjunnar skuli ávaxtast í sparisjóði Arnarnesshrepps á meðan sú kirkja standi, sem nú er á Möðruvöllum.

Þessa breytingu, sem orðið hefir á frumv., hlýt eg, eftir atvikum, að sætta mig við, sérstaklega, þegar eg lít til þess, að engar líkur voru til þess, að frumv. fengist fram, eins og það var upphaflega orðað, sem óneitanlega var þó hið eðlilegasta.

Eg tel því líklegt, að um þetta mál verði ekki miklar umræður úr þessu, og vona, að það fari frá þessari umræðu, sem lög frá þinginu.