30.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1386 í B-deild Alþingistíðinda. (1897)

53. mál, sóknargjöld

Jón Magnússon:

Háttv. 2. þm. Húnv. (B. S.) þótti sem þessi breyting, sem hér er um að ræða. væri hættuleg, og til neinu kirkjufélagi, skuli fyrst borga mundi verða til þess að leiða menn í freistni, til þess að segja sig úr kirkjunni af smásálarskap, vegna þess þeir ekki tímdu að greiða hin lögboðnu gjöld, og mundi einnig gera erfitt fyrir að áætla tekjur kirkna. Eg er h. þm. samdóma um þetta, og tel skynsamlega tillögu hans um að láta heldur þá menn, sem ekki geta verið í þjóðkirkjunni né í viðurkendum söfnuði utan hennar greiða jafnhátt gjald í fræðslusjóð, og þá hverfur einnig hættan, sem þm. talaði um.

Háttv. þm. Mýr. (J. S.) sagði, að bændakirkja, sem eigi fengi nægar sóknartekjur, yrði að leggjast niður. Þessu er ekki svo farið. Ef sóknartekjurnar hrökkva ekki til, þá verða eigur kirkjunnar, heimajörð og hjáleigur að borga það sem á vantar. Eg fyrir mitt leyti er mjög glaður yfir því að frumv. þetta er fram komið. Eg er viss um, að miklu hægara verður að innheimta þessi gjöld eftir að þau koma í gildi. Eg veit raunar ekki, hvernig það hefir gengið annarsstaðar, en hér í bænum varð að taka gjöld þessi lögtaki hjá 9 hundruð manns um síðastliðin áramót, en það þýddi sama sem tvöfalt gjald fyrir þessa menn eða meira.

Alt öðruvísi er háttað með t. d. styrktarsjóðsgjald, þar þarf aldrei lögtak, og sem sagt er eg milliþinganefndinni, sem fram með frumv. kom, þakklátur fyrir hennar tillögur og er því feginn, að frumv. er komið svona langt.