08.05.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1394 í B-deild Alþingistíðinda. (1902)

53. mál, sóknargjöld

Jón Magnússon:

Eg ætla mér einungis, að láta þess getið, að eg vona, að háttv. deild muni ekki fara að orðum háttv. 2. þm. S.-Múl. (J. Ól.). Frumv. hefir, eins og það nú er, í sér fólgna sanngjarna breytingu á hinum eldri lögum, er í er nokkur réttarbót. Það virðist því ástæðulaust, að fara að berjast — gegn háttv. Ed. — við að koma inn í frumv. frekari breytingum, sem að minsta kosti, svo að eg segi ekki meira, er efasamt um, hvort eru til bóta, og þannig stofna frumv. öllu í hættu, einkum þegar svo á stendur, að engu óhægra er að koma þessum frekari breytingum á síðar, ef ástæða þykir.