08.05.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1395 í B-deild Alþingistíðinda. (1905)

53. mál, sóknargjöld

Jón Magnússon:

Eg mótmæli því, að eg hafi hvort er í orði eða verki nokkurn tíma reynt, að spilla fyrir utanþjóðkirkjumönnum. Þeim getur ekki verið það neitt áhugamál, að breyt.till. komist að, né staðið það á neinu. Eg hef aldrei gert mér neinar háar hugmyndir um það, að orð mín mættu sér nokkurs í þessari háttv. deild; það get eg sagt háttv. 2. þm. S.-Múl. (J. Ó.). Og geti hann glatt sig við þá hugsun, að sín orð séu mikils metin hér, en mín einskis, þá vil eg eigi trufla þá gleði fyrir honum.