10.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1398 í B-deild Alþingistíðinda. (1911)

145. mál, löggilding verslunarstaða að Klettsvík

Jón Ólafsson:

Eg get ekki séð, hvers vegna háttv. flutnm. (S. G.) ætlar, að eg muni greiða atkv. gegn löggildingunni, eg held að það sé engin ástæða til þess fyrir hann, því eg minnist ekki eftir að hafa greitt atkv. mót einni einustu löggilding á höfn enn þá, nema þar sem alþ. vildi þvinga brennivínssölurétt fram með löggildingunni gegn vilja sjálfra löggildingarbeiðenda. Eg get heldur ekki skilið, að þetta mál snerti nokkuð væntanlega beiðni um löggilding úr Skaftafellssýslu. En það sem eg vildi leyfa mér að benda á í þessu sambandi, er samræmið í þessum tveim málum. Það sem var ástæða gegn löggildingunni í Viðey er orðin ástæða með löggilding þessarar hafnar hjá háttv. flutnm. (S. G.)