18.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1407 í B-deild Alþingistíðinda. (1937)

93. mál, löggilding Viðey

Jón Þorkelsson:

Löggilding verzlunarstaða að undanförnu hefir ávalt verið veitt með því markmiði fyrir augum, að gera alþýðu manna léttara fyrir að ná til kaupstaðar. Þegar kaupstaðirnir voru fáir, en fjarlægðin mikil á milli þeirra, veitti bændum og öðrum, er áttu langt að, mjög erfitt að koma á markað vörum sínum, og jafnframt ná til sín nauðsynjavörum frá kaupmönnum. Þar sem svo stendur á eru löggildingar nauðsynlegar. En hér er ekki því að heilsa; hér er engin almenningsþörf á bak við. Það mælir heldur ekki með þessari löggildingu, að bryggja sú, sem bygð hefir verið í Viðey, er sögð hrófatildur og varla hafskipum við hana leggjandi.

Frumvarp þetta á að fella nú þegar.