17.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1414 í B-deild Alþingistíðinda. (1946)

93. mál, löggilding Viðey

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg ætla als ekki að blanda mér inn í þær deilur, er nú eiga sér stað. En eg vil að eins taka það fram, að sé það úrskurður forseta, að þetta sé ólöglegt verk hjá Ed., þá sé það skylda hans að banna umræður um það mál, svo að ekki sé farið með lögleysu, og þingsköpin brotin; hér er enginn millivegur.