17.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1414 í B-deild Alþingistíðinda. (1947)

93. mál, löggilding Viðey

Forseti (H. Þ.):

Þetta er öldungis rangt hjá h. þm. (J. Ól.) Hvor deild er »souveræn« fyrir sig og úrskurður hvors deildarforseta um sig eru lög fyrir deildina í það og það skifti, enda þótt svo geti komið fyrir, að úrskurðurinn sé ekki réttur samkvæmt þingsköpunum. Eins og hér stendur á geri eg mig ekki að dómara yfir úrskurði forseta Ed., en hefi að eins bent á, að eg teldi hann ekki samkvæman þingsköpunum. Og þá er eg úrskurða, að málið skuli eigi að síður ræðast hér í þessari deild, þá verður h. 2. þm. S.-Múl. (J. Ó.) að hlíta því, hvort sem honum er það ljúft eða leitt.