17.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1415 í B-deild Alþingistíðinda. (1949)

93. mál, löggilding Viðey

Jón Magnússon:

Eg skal ekki dæma um, hvort þetta er rétt og löglegt hjá forseta Ed. En eg vil taka það fram, að við verðum að beygja okkur undir það sem forseti Ed. hefir gert. Hans úrskurður hefir sem sé fult gildi, en hann var þessu algerlega samþykkur. Hvor deildin hlýtur að taka tillit til hinnar, og því hefir enginn rétt til að »disputera« um það, og eru því umræður um það mál alveg óþarfar, því úrskurður forseta er óbreytanlegur.