20.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1427 í B-deild Alþingistíðinda. (1957)

93. mál, löggilding Viðey

Jón Þorkelsson:

Eg nenni nú varla að vera að þjarka lengur um þetta mál. Eg skal að eins taka það fram, að eg hefi ekki eins á móti löggilding Viðeyjar, ef það mætti verða með þeim hætti, að eyjan yrði þá lögð undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, ef Kjósarsýsla lætur það eftir. Gætu þá þeir sem hafa áhuga á löggildingunni komið með þingsályktunartill. um það að landstjórnin búi málið undir næsta þing.

Að öðru leyti verð eg að skora á háttv. þd. að vera nú svo samkvæm sjálfri sér að samþ. breyt.till. á þgskj. 491.