19.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1442 í B-deild Alþingistíðinda. (1972)

94. mál, stjórnarskipunarlög

Jón Ólafsson:

Mig furðaði satt að segja mjög á ummælum háttv. 1, þm. Rvk. (J. Þ.) um frestandi neitunarvald. Er þm. þá alvara með að vilja afnema þingræðisregluna hér á landi? Engin þjóð, sú er þingræði hefir, eins og vér nú, hugsar til að fá í stjórnarskrá sína frestandi neitunarvald. Það er að eins til í stjórnarskrá þeirra þjóða, sem ekkert þingræði hafa. Frestandi neitunarvald er nefnilega ekki annað en langvinn og þunglamaleg aðferð til að ná sama tilgangi, sem greiðara næst með þingræðisreglunni. Og sá sem hefir smjörið á borðinu, þarf ekki að kaupa margarín til þess að éta við smjörinu.

Um skilnað ríkis og kirkju mun h. þm. vera mér samþykkur, þó að ekki virðist mér vert að hlaupa að því að svo komnu að afnema sambandið í stjórnarskránni, áður en nokkur undirbúningur er gerður. Mér virðist einmitt rétt að bætt væri aftan við greinina, að »breyta megi þessu með lögum« þ. e. einföldum lögum.