06.05.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1458 í B-deild Alþingistíðinda. (1983)

94. mál, stjórnarskipunarlög

Pétur Jónsson:

Þó að vér minni hlutinn hefðum nú þá tilhneigingu, sem háttv. framsm. nefndarinnar (Sk. Th.) segir, tilhneigingu til að reyna að fá nýjar kosningar, og vér vildum að eins koma stjórnarskrármálinu fram af þessum hvötum, sem ekki yrðu nú taldar fagrar, þá býst eg við, að vér minni hluta menn séum taldir svo vitrir menn, að vér færum ekki að sýna þessar ljótu hvatir, þar sem það væri alveg þýðingarlaust fyrir oss, úr því vér gætum ekki komið þeim fram í verki; en slíkt er ekki hægt minni hluta. — Svo að eg víki að nefndinni, þá hefðu þeir, sem voru svo heitir í hitt eð fyrra að koma stjórnarskrármálinu áfram, átt að sýna meiri rögg af sér. Nefndin hefði gert það, ef ekki hefði verið þetta gamla hverflyndi um að ræða í málinu. En hvað sem þessu líður álít eg, að það hefði verið afarnauðsynlegt fyrir málið hefði ítarlegt nefndarálit verið lagt fyrir, þó svo aldrei stjórnarskrárfrumv. næði nú fram að ganga.