23.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1483 í B-deild Alþingistíðinda. (2013)

95. mál, breyting á Þingvallaviðauka

Jón Sigurðsson:

Eg álít, að ekki eigi að skapa frv. þessu langan aldur. Breytingar á kjördæmaskipun landsins eru nauðsynlegar.

Eins og kunnugt er, hafa oft heyrst ýmsar raddir um, að kjördæmaskifting landsins væri ekki sem allra réttlátust, og þegar bætt var við 4 þm., einum í hverjum kaupstað, var líka svo fyrirætlað, að tilhögun sú skyldi að eins standa til bráðabirgða. En þótt maður viðurkenni þessa skoðun, þá fæ eg eigi betur séð en að það væri óheppilegt að svipta Seyðfirðinga sínum þm. og leggja Seyðisjörð niður sem sérstakt kjördæmi, já meira að segja væri það í mesta lagi ranglátt, borið saman við ýms önnur kjördæmi á landinu. Eins og málið liggur nú fyrir virðist mér ekki rétt að gera þessa einu breytingu, því það er kunnugt, að breyting á kjördæmaskipun landsins er í vændum, áður en langt um líður, og álít eg rétt, að láta sitja við það fyrirkomulag sem er, unz sú breyting kemst á. Eg er líka hræddur um, að slík aðferð kynni út í frá að verða talin sem spark til Seyðfirðinga, og því ver mundi því verða tekið sem lögleg kosning þegar er ákveðin og fyrirskipuð. Mér finst því sjálfsagt að fella þetta frumv. og láta það ekki einu sinni komast í nefnd.