23.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1485 í B-deild Alþingistíðinda. (2015)

95. mál, breyting á Þingvallaviðauka

Sigurður Sigurðsson:

Það mun víst alment litið svo á, að Reykjavík sé betur sett með þm. en önnur kjördæmi landsins, því að þótt bærinn að eins kjósi 2 þm., þá eru þar þó búsettir minst 11 þm. þjóðkjörnir, og það munu margir víðsvegar um landið líta svo á, að Reykjavík eigi í þessum mönnum meiri og minni hlutdeild. Það fer því svo fjarri, að Reykjavíkurbær sé ver staddur í þessu tilliti en önnur kjördæmi landsins.

Eg vona, að frumv. verði felt nú þegar, og ekki einu sinni vísað til nefndar þeirrar, sem skipuð hefir verið til að rannsaka kjördæmaskifting als landsins.