27.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1500 í B-deild Alþingistíðinda. (2041)

68. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

Flutningsmaður (Jón Þorkelsson):

Laun og eftirlaun ráðherra eru ekki bygð á stjórnarskránni né fyrirskipuð með henni, heldur eru þau ákveðin með lögum frá 3. okt. 1903, eins og eg hefi áður tekið fram.

Var málið þá tekið út af dagskrá og umræðunum frestað með því að vafasamt þótti, hvort rétt væri að ræða það, eins og það lá fyrir.