03.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1500 í B-deild Alþingistíðinda. (2044)

68. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

Flutningsmaður (Jón Þorkelsson):

Hæstv. ráðherra gerir sér mikið far um, að ekki verði komið of nærri stjórnarskránni.

Og 12 kóngaviti einu — eða 14 — í Ed. þótti — eins og eg heyri nú út undan mér — það koma of nærri stjórnarskránni, brenna hana, þar sem skorað var á landstjórnina að leggja slíkt mál fyrir næsta þing. Var því þá vísað til sambandslaganefndarinnar.

Mér virðist að hæstv. ráðh. og aðrir, er þessu halda fram, mæli ólög og lögvillur og ekki annað.

Í stjórnarskránni eru hvergi nein ákvæði um eftirlaun ráðherra. Ef slíkt ákvæði væri þar, þá væri öðru máli að gegna.

En þau ákvæði eru gerð með öðrum lögum, sem eru víðtækari, og stjórnarskráin byggist um þetta efni á þeim, en þau lög ekki á henni.

Við flutnm. þessa máls óskum breytinga á lögunum og förum fram á, að málið sé tekið út af dagskrá.

Breyt.till. tekur ótvírætt af skarið í því sem þarf, þrátt fyrir andmæli hæstv. ráðherra.

Hér er ekki um neinar tölur að ræða. Og nú hefir ráðh. eftirlaun, en munurinn er sá, að hér er farið fram á, að hann fái eftirlaun um jafnmargra ára bil og hann hefir gegnt embætti.

Um leið og eg endurtek ósk mína um að málið verði tekið út af dagskrá, held eg því fast fram, að þeir hafi engin lög að mæla, er uppástanda það, að frumv. þetta komi í bága við stjórnarskrána.