03.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1501 í B-deild Alþingistíðinda. (2045)

68. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

Ráðherrann (H. H.):

Það væri að eins að berja höfðinu við steininn, að ætla sér að þrátta frekar um þetta við háttv. 1. þm. Rvk. (J. Þ.).

Það virðist sjálfsagt eftir þingsköpunum að vísa þessu frumv. frá, þar sem það ekki er nefnt »frumv. til stjórnarskipunarlaga« í fyrirsögn þess, — og þá bætir breyt.till. ekki úr skák, hún er þar með sjálfdauð.