01.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1509 í B-deild Alþingistíðinda. (2062)

97. mál, heiti á alsherjarstofnunum

Flutningsmaður (Jón Þorkelsson):

Þess varði mig ekki, að það væri hinn háttv. ráðh. (H. H.), sem væri að heimska sig á því að reyna að gera sig fyndinn á þeim fávíslega útúrsnúningi »Ísríki«. Mér datt ekki annað í hug, en að það hefðu verið einhverjir grannvitrir glópar utanþings.

Eg þarf annars ekki að svara ræðu hans öðru en því, að það er sannarlega ekki of snemt, að vér förum að kalla okkur ríki, því að vér höfum alt af verið ríki og erum það enn, þangað til vér hættum að vera það, ef sambandslagafrumvarpið yrði samþ. óbreytt. Annars dettur mér ekki í lifandi hug, en að deildarmenn hafi vit á því að samþ. frumv. þetta með öllum atkv.