10.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1531 í B-deild Alþingistíðinda. (2090)

98. mál, Lambhagi og Hólmur

Sigurður Gunnarsson:

Eg ætla að athuga það hjá háttv. 1. þm. S.-Múl. (J. J.), er hann sagði, að mikið framboð á jörðum héldi verðinu niðri. Eg vildi leyfa mér að spyrja hann, hvernig færi, ef engin þjóðjarðasala ætti sér stað. Þá situr landssjóður með jarðirnar. Engin sala á sér þá stað. Leiguliðaábúðin heldur áfram, og aðalhvötin til að bæta jarðirnar, sem sé sjálfseignir, er úr sögunni.

Nei. Eg hygg það borgi sig vel fyrir landið að selja bændum þjóðjarðirnar með skaplegu verði, nema þar sem alveg sérstaklega stendur á.