06.05.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1568 í B-deild Alþingistíðinda. (2142)

103. mál, eiðatökur

Jón Magnússon:

Mér sýnist ekki vera vanþörf á því að setja hér á laggirnar nefnd til þess að unga út þingsályktunartillögum, Það er eins og menn séu orðnir óðir og hugsi, að lífið liggi á því að unga út þingsályktunartillögu á hverjum einasta degi, og það nægir jafnvel ekki ein á dag.

— Meðferð þessarar háttv. deildar á valdi sínu til þess að skora á stjórnina um framkvæmdir er í ár alveg óforsvaranleg. Það kann að vera ástæða til þess einstöku sinnum fyrir þingið að brúka þetta vald sitt, en sé það gert oft, þá er það mjög skaðlegt, jafnvel heimskulegt. Þetta ætti hverjum manni að vera ljóst, sem skilur einhverja ögn í því, hverja aðstöðu þing á að hafa og hefir gagnvart þingbundinni stjórn.