16.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1576 í B-deild Alþingistíðinda. (2153)

104. mál, innlend vindlagerð o. fl.

Framsögumaður meiri hlutans (Björn Kristjánsson):

Um þetta frumv. er ekki mikið að segja. Aðalskýringarnar eru í nefndarálitinu. Eg vona, að háttv. deild þyki ekki heppilegt, að frv. verði að lögum. Þingið 1907 gerði sér alt far um að hlynna að því, að innlend vindlagerð gæti þrifist. En þótt þingið gerði þá ívilnun, hafa verksmiðjurnar samt verið lagðar niður. En fyrirtæki, sem getur ekki borið sig nema með geysimiklum styrk úr landssjóði, er ekkert vit í að styrkja, og því er óráðlegt, að þetta frumv. verði að lögum.