26.02.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 467 í B-deild Alþingistíðinda. (216)

9. mál, ellistyrkur

Framsögum. (Kristinn Daníelsson):

Eg get verið ánægður með undirtektir háttv. deildar í öllum aðalatriðum. Háttv. 2. þm. Skagf. hefir svarað mestu af því sem hefir fram komið gegn málinu, og tekið þannig ómakið af mér.

Eg skal að eins víkja stuttlega að því, sem háttv. þm. V. Sk. vildi hafa að tillög til sjóðsins yrðu goldin eitt skifti fyrir öll; þá er þar til að segja, að slíkt er aðferð ríkra manna, en eg býst að það muni koma fátæklingum betur að borga lítið í einu.

Eg skal þakka háttv. 5. kgk. þm. undirtektir hans í málinu; honum er það sérstaklega mjög vel kunnugt, því að hann var einmitt framsögum. þeirrar nefndar, sem hafði málið til íhugunar í Nd. á síðasta þingi. Eg skal fúslega spyrja meðnefndarmenn mína, hvort þeir vilji taka tillögu hans um að fella burtu orðið »knýjandi« til greina.