26.02.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 468 í B-deild Alþingistíðinda. (217)

9. mál, ellistyrkur

Sigurður Hjörleifsson:

Þessi lög ættu að vera þannig, að þau veittu öllum mönnum eftirlaun, er þeir hefðu náð vissum aldri.

Mér virðist það fögur hugsjón, því allir þeir, sem gjalda til þessa sjóðs, ættu að fá styrk úr honum, ef þeir þörfnuðust. Það leiðir af sjálfu sér, að aldurstakmarkið verður að vera í samræmi við gjaldþol sjóðsins. Mér finst, að það sé mjög leiðinlegt fyrir menn, að þurfa að biðja um fé úr sjóðnum, því það sem menn ættu að hafa til brunns að bera til þess að fá féð væri, að þeir væru duglegir, reglusamir, sparsamir o. s. frv. Það er leiðinlegt að þurfa að leggja þetta mál undir atkv. hreppsnefnda, en þó getur verið að réttast sé að lögin fari í þessa átt. Ætti eg fyrir mitt leyti að velja á milli stjórnarfrumv. og nefndarfrumv., tæki eg stjórnarfrumv. hiklaust fram yfir.