08.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1655 í B-deild Alþingistíðinda. (2217)

110. mál, þingtíðindaprentun

Flutningsmaður (Björn Jónsson):

Eg skal að eins leyfa mér að taka stuttlega fram, að það barst í tal milli mín og annars hvors deildarforsetans, fyrstu daga þingsins, hvort eg mundi hugsa til að gera boð í prentun á umræðunum, ef þær yrði prentaðar í þetta sinn, og kvaðst eg ekki hugsa til þess, ef tekið yrði til að prenta þær þegar í stað og jafnóðum á þingtímanum; að öðrum kosti mundi eg gera það, þ. e. ef þær yrði ekki prentaðar fyr en eftir þing.