23.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1762 í B-deild Alþingistíðinda. (2240)

111. mál, Landssjóðshluttaka í Thorefélaginu

Hannes Hafstein:

Háttv. 1. þm. G. K. (Bj. Kr.) gat þess ekki að jafnframt því, sem byggja átti 2 ný skip, var það gert að skilyrði frá þingsins hálfu að fargjöld og farmgjöld mættu ekki hækka frá því sem nú er; þetta kvaðst Sameinaða félagið aldrei hafa samþykt, að því er hin nýju skip snerti, og það er rétt, að það stóð ekkert um það í tilboðinu. Þegar til samninganna kom sagði félagsstjórnin, að það gæti ekki borið sig að byggja tvö skip, svo vönduð og dýr, eins og þessi áttu að vera — fyrir 8—9 hundruð þúsunda hvort, ef farm- eða fargjöld hækkuðu ekki. Þegar af þeirri ástæðu kváðust þeir ekki geta gengið að skilyrðum þingsins um bygging hinna nýju skipa.