26.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1793 í B-deild Alþingistíðinda. (2263)

111. mál, Landssjóðshluttaka í Thorefélaginu

Hannes Hafstein:

Eg ætla ekki að fara að svara háttv. 2. þm. Húnv. (B. S.), því eg treysti mér eigi til að sýna honum fram á, svo að honum skiljist það, hver munur er á sókn og vörn.

En eg vildi spyrja hinn háttv. forseta (H. Þ.), hvort eigi sé á móti þingsköpunum að vera að ræða hér alt annað mál en það, sem stendur á dagskránni, þar sem hér er verið að ræða breyt.till. á þingskj. 632, sem í raun og veru er alveg nýtt frv., því engum getur blandast hugur um, að »Eimskipafélag Íslands« og Thore-félagið er sitt hvað, að hér er talað um stofnun nýs félags. Vil eg viðvíkjandi dagskránni spyrja, hvort þetta frumv. kemur fyrst til 1. umr. næst, eða það kemur hér einungis sem breyttill. við þingskj. 516.