24.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1807 í B-deild Alþingistíðinda. (2274)

76. mál, farmgjald

Jón Jónsson (S.-Múl.):

Eg verð að lýsa yfir því, að þegar eg nú heyri það af vörum háttv. frmsm. (B. Kr.), að það sé tilætlun flutningsmanna, að þetta frumv. verði að lögum nú, þá mun eg greiða atkvæði móti því. — Eg vil ekki styðja að því með atkvæði mínu, að þingið geri sig sekt í slíkri hroðvirkni, sem hér á sér stað. Þetta mál er fram komið á síðustu stund, og það skortir auðsjáanlega allan nauðsynlegan undirbúning. — Sjálfur frmsm. (B. Kr.) hefir ekki gert sér ljóst, hvernig lög þessi verða í framkvæmdinni, né heldur hver áhrif þau muni hafa á tekjur landssjóðsins.