26.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1809 í B-deild Alþingistíðinda. (2277)

76. mál, farmgjald

Framsögumaður (Björn Kristjánsson):

Nefndin hefir leyft sér aðkoma fram með breyt.till. við þetta frumv., eftir nánari athugun á »prósentum« af gjaldi af þessum vörum. Það kom í ljós, að af nokkrum vörum urðu »prósenturnar« hærri en 1%, svo sem af korni, steinolíu og timbri. Nefndin hefir því lagt til, að af korni verði 10%, steinolíu 5% og l½% af ferhyrningsfeti af timbri. Eftir þessu ætlar nefndin, að gjaldið verði nálægt 1% af flestum vörum.

Eg skýrði við 1. umr. þessa máls allrækilega, hve mikil þörf væri á að þetta frumv. næði fram að ganga, það væri nokkurs konar undirbúningur undir væntanlega tolllöggjöf (á næsta þingi), og skal því ekki fara um það fleiri orðum nú. Þó vil eg geta þess, að undir þann vöruflokk, er undanskilinn er þessu gjaldi, teljast prentaðar bækur. Skal eg svo ekki tala frekar um þetta mál að sinni.