26.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1811 í B-deild Alþingistíðinda. (2280)

76. mál, farmgjald

Pétur Jónsson:

Eg er hræddur um að háttv. framsm. (B. Kr.) hafi ekki heyrt rétt vel til mín áðan. Eg taldi það einmitt til kosta, að svo auðvelt væri að afla skýrslna um þetta efni. Það sem eg fann að því var því í svip þetta, að það kemur svo afarhart niður, ef það á að verða nokkuð megingjald, á lífsnauðsynjum og þar af leiðandi á þeim mönnum, sem svo eru fátækir, að þeir geta ekkert veitt sér nema óhjákvæmilegar lífsnauðsynjar. Slíkir menn hafa ekkert gjaldþol og eiga því að sleppa hjá opinberum gjöldum.