27.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1871 í B-deild Alþingistíðinda. (2323)

115. mál, almenn viðskiptalög

Jón Magnússon:

Það getur vel verið, að þing og stjórn bætti lögin ekki, en eg verð samt að halda fast við það, að lögin séu svo mikilsverð, að þingið geti ekki áttað sig á þeim til verulegs gagns á 4 vikna tíma. Lög þessi eru heldur ekki berandi saman við víxillögin, því þau ná að eins yfir einn þátt viðskiftalífsins, og það er sannarlegra hægra að átta sig á því, heldur en þegar ræða er um almenn viðskiftalög, sem eiga að ná til allra viðskifta.

Eg álít sannarlega ekki að nefndinni hafi nokkurntíma dottið í hug, að þingið léti lög þessi fara frá sér í þetta sinn og hrapaði þannig að málinu.