24.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1907 í B-deild Alþingistíðinda. (2350)

119. mál, mentaskólamálefni

Hálfdan Guðjónsson:

Eg skal ekki tefja fundinn lengi, en þar sem eg var í meiri hluta í kenslumálanefndinni, skal eg geta þess, að eg var því samþykkur, að reglugerðin yrði endurskoðuð. En ekki get eg fyrir því fallist á allan rökstuðning háttv. framsm. Eg álít að á þurfi að komast meira samræmi milli gagnfræðaskólans á Akureyri og almenna mentaskólans. Eg er ekki á því að fella aldurstakmarkið alveg í burtu, en vil takmarka það að einhverju leyti. Nauðsynlega breyting til bóta tel eg það, að utanskólanemendum sé leyft að ganga undir árspróf með lærisveinum skólans í hverjum bekk skólans sem vera skal. Þó skal þess getið, að eg mun greiða atkv. með till., eins og hún liggur fyrir.